Oliver kominn aftur heim til Blika

Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson. mbl.is/Eva Björk

Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson er snúinn aftur í raðir Breiðabliks, en þaðan kemur hann á láni frá norska félaginu Bodø/Glimt. Hann er kominn til móts við liðið sem er nú í æfingaferð á Spáni.

Þetta staðfestir Oliver við útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu, en greint var frá því í gær að hann væri á heimleið. Nú hefur það fengist staðfest.

Oli­ver gekk til liðs við Bodø/​Glimt á síðasta sumri en meiðsli settu fljót­lega strik í reikn­ing­inn og gerðu að verk­um að Oli­ver lék lítið með norska liðinu á síðasta keppn­is­tíma­bili eft­ir að hafa leikið afar vel með Blik­um árin á und­an.

Mark­mið for­ráðamanna Bodø/​Glimt með því að lána Oli­ver til Breiðabliks mun vera að koma hon­um í leik­form á nýj­an leik eft­ir það sem á und­an er gengið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert