Gregg Ryder hættur með Þrótt

Gregg Ryder er hættur með Þrótt.
Gregg Ryder er hættur með Þrótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gregg Ryder er hættur sem þjálfari karlaliðs Þróttar R. í fótbolta, en faglegur ágreiningur er ástæða þess samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins í dag. 

Ryder þjálfaði Þrótt í fjögur tímabil. Hann kom liðinu upp í efstu deild á sínu öðru ári, sumarið 2015, en féll aftur strax árið eftir.

Þróttur endaði í 3. sæti 1. deildarinnar síðasta sumar, fjórum stigum á eftir Keflavík, sem endaði í 2. sæti og fór upp um deild.

mbl.is