Aron Már úr Malmö í Víking

Aron Már Brynjarsson og Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings.
Aron Már Brynjarsson og Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings. Ljósmynd/vikingur.is

Knattspyrnumaðurinn Aron Már Brynjarsson er búinn að gera tveggja ára samning við Víking R. Aron Már kemur til Víkings frá sænska liðinu Malmö, þar sem hann hefur æft og spilað með yngri flokkum félagsins.

Aron er fæddur og uppalinn í Svíþjóð, en hann á íslenska foreldra. Aron, sem er hægri bakvörður, á þrjá leiki með U21 árs landsliði Íslands og þrjá til viðbótar með U17 ára landsliðinu. 

Víkingur lítur á Aron sem góðan styrk fyrir sumarið og bindur vonir við að hann muni eiga bjarta framtíð hjá félaginu,“ segir í frétt á heimasíðu Víkings í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert