Skagamenn mæta ÍH - 2. umferðin liggur fyrir

Skagamenn mæta ÍH í 2. umferð keppninnar.
Skagamenn mæta ÍH í 2. umferð keppninnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrstu umferðinni í bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, lauk í dag og þar með er ljóst hvaða lið mætast í 2. umferðinni sem hefst strax á fimmtudaginn kemur, sumardaginn fyrsta.

Keppnin hefur aldrei hafist eins snemma og í ár, eða 12. apríl, og fyrstu tveimur umferðunum verður lokið 23. apríl. Þá taka við 32ja liða úrslitin þar sem lið Pepsi-deildar karla koma til leiks og þau verða leikin fyrstu dagana í maí.

Liðin tólf í 1. deild karla sluppu hvert við annað og gætu því öll verið í hópi þeirra 20 liða sem komast í þriðju umferðina.

Þessi lið mætast í 2. umferð:

19.4. Afturelding - KV
19.4. KFG - Víkingur Ó.
19.4. ÍA - ÍH
19.4. Haukar - Vestri
20.4. Kári - Elliði
20.4. HK - Álftanes
20.4. Léttir - Hamar
20.4. Höttur - Huginn
20.4. Vængir Júpíters - Þróttur R.
20.4. Kórdrengir - Njarðvík
20.4. KH - Leiknir R.
20.4. Selfoss - Grótta
21.4. Þróttur V. - Víðir
21.4. Skallagrímur - Reynir S.
21.4. Einherji - Leiknir F.
21.4. Fram - GG
21.4. Magni - KF
22.4. Völsungur - Tindastóll
22.4. ÍR - Augnablik
23.4. Þór - Dalvík/Reynir

Úrslitin í 1. umferð urðu þannig:

Geisli A. - Dalvík/Reynir 0:2
Álafoss - GG 1:5
Njarðvík - KB 10:1
Sindri - Einherji 2:5 (framlenging)
Afturelding - KFR 6:1
Kári - Hörður Í. 13:1
Nökkvi - KF 0:6
Vestri - Kóngarnir 18:2
Fram - Ármann 6:0
Stál-úlfur - Skallagrímur 0:2
KFG - Afríka 5:0
KFS - Víðir 2:6
Mídas - Elliði 1:4
Snæfell/UDN - ÍH 2:7
Léttir - Úlfarnir 1:0
KH - Kría 6:2
Árborg - Hamar 0:1
Hvíti riddarinn - Vængir Júpíters 2:3 (framlenging)
SR - Þróttur V. 0:4
Höttur - Fjarðabyggð 1:0
Berserkir - Reynir S. 1:5
Augnablik - Kormákur/Hvöt 17:0
Álftanes - Ísbjörninn 9:0
ÍR - Ægir 1:0
Grótta - Vatnaliljur 9:0
Ýmir - KV 2:5 (framlenging)

Serigne Modou Fall skoraði 7 mörk fyrir Vestra og Hjalti Hermann Gíslason 5 í rótbursti á Reykjavíkurliðinu Kóngunum, 18:2, á Ísafirði.

Páll Olgeir Þorsteinsson skoraði 5 mörk fyrir Augnablik í risasigri á Kormáki/Hvöt, 17:0.

Þá skoraði Sölvi Björnsson 5 mörk fyrir Gróttu sem vann Vatnaliljur 9:0 á Seltjarnarnesi.

mbl.is