Stjarnan mætir Þór/KA í úrslitum

Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttunni á Valsvellinum í dag.
Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttunni á Valsvellinum í dag. mbl.is/Eggert

Val­ur og Stjarn­an mætt­ust í undanúr­slit­um Lengju­bik­ars kvenna í knatt­spyrnu á Hlíðar­enda í dag og hafði Stjarn­an bet­ur 2:1. Liðið mæt­ir Þór/​KA í úr­slita­leikn­um.

Fyrstu fjór­ar mín­út­ur leiksins voru held­ur bet­ur drjúg­ar fyr­ir Garðbæ­inga á vinda­söm­um sunnu­degi á Hlíðar­enda. Harpa Þor­steins­dótt­ir gerði ein­stak­lega vel á fyrstu mín­útu leiks­ins þegar hún stal bolt­an­um fyr­ir fram­an sund­urt­eygða vörn Vals­ara og lyfti bolt­an­um yfir Söndru í markinu eins og sannri marka­drottn­ingu sæm­ir. Aft­ur voru það Vals­menn sem klikkuðu á fyrsta leik­hluta sín­um og færðu Katrínu Ásbjörns­dótt­ur bolt­ann á silf­urfati, beint fyr­ir fram­an markið. Hún þakkaði fyr­ir sig og skoraði af miklu ör­yggi. 

 Frek­ar þungt fyr­ir leik­menn Vals, en það sást því miður á holn­ingu liðsins og þetta var al­gjör „stöng­in út" leik­ur hjá þeim. Þrátt fyr­ir þre­falda inn­á­skipt­ingu Pét­urs Pét­urs­son­ar, sem setti inn tríó af sterk­um og reynd­um leik­mönn­um sem færðu fjör í leikinn, þá var mik­il ró yfir frísku liði Stjörn­unn­ar. Valur átti betri seinni hálfleik en það var því miður ekki nóg í dag. Best­ar í Valsliðinu voru þær Thelma Björk, Mál­fríður Erna og Crystal Thom­as, en Thom­as skoraði mark Vals eftir að hafa hirt frákast í vítateignum um miðjan seinni hálfleik. 

Stjarnan sótti styrkinn í einfalt spil og þéttan, vel skipulagðan varnarleik. Harpa Þor­steins­dótt­ir var eins og viti, var alltaf sjá­an­leg og bolt­inn rataði á hana frá öll­um leik­mönn­um Stjörn­unn­ar. Ásgerður og Lára Krist­ín voru frá­bær­ar á miðjunni, sem og Kol­brún Tinna Eyj­ólfs­dótt­ir.

Úrslita­leik­ur­inn í Lengju­bik­ar kvenna verður því á milli Þór/​KA og Stjörn­unn­ar, föstu­dag­inn 20. apríl kl. 19:00. Óljóst er hvar leikið verður.

Valur 1:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið Ágætur dómari leiksins flautar þetta af. Þá vitum við það, til úrslita í Lengjubikar spila Þór/KA og Stjarnan.
mbl.is