Íþróttir
|
Íslenski fótboltinn
| mbl
| 16.4.2018
| 10:57
| Uppfært
11:28
Hendrickx samningsbundinn til 2021
Jonathan Hendrickx í leik með Blikum í vetur.
mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bakvörðurinn Jonathan Hendrickx hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til ársins 2021 aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann gekk til liðs við félagið.
Greint er frá þessu á heimasíðu Breiðabliks en Hendrickx en knattspyrnunnendur þekkja vel til Belgans frá því hann lék með FH. Í fyrra fór hann frá FH til portúgalska liðsins Leixões en gekk í raðir Blika í nóvember.