Enn einn titill Valsmanna

Valsmenn fagna marki í gær.
Valsmenn fagna marki í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar Vals urðu meistarar meistaranna í knattspyrnu þriðja árið í röð með 2:1-sigri á ÍBV í Meistarakeppninni á Valsvellinum í gær. Sigurinn var verðskuldaður, þó að Eyjamenn hafi verið nálægt því að jafna undir lokin.

Patrick Pedersen og Bjarni Ólafur Eiríksson skoruðu með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik, áður en Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalstovu lagaði stöðuna fyrir ÍBV undir lok hálfleiksins. Þrátt fyrir fín tækifæri beggja liða bættu þau ekki var mörkum í síðari hálfleik.

Það er búist við miklu af Valsmönnum í sumar, enda ríkjandi Íslandsmeistarar og er leikmannahópurinn enn sterkari nú en á sama tíma í fyrra með komu sterkra leikmanna. Þrátt fyrir að Valur hafi ekki sýnt sinn besta leik í gær var sigurinn aldrei í umtalsverðri hættu. Með betri ákvörðunartöku við mark ÍBV hefðu mörkin getað orðið fleiri. Í hvert skipti sem Valsmenn sóttu skapaðist hætta við mark ÍBV, en varnarmenn Eyjamanna áttu fínan leik, ásamt því að Derby Carillo í markinu, var vel á verði og bjargaði nokkrum sinnum með góðum úthlaupum.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert