Tveir bikarleikir úrvalsdeildarliða

Eyjamenn eru bikarmeistarar en þeir unnu FH í úrslitaleik keppninnar …
Eyjamenn eru bikarmeistarar en þeir unnu FH í úrslitaleik keppninnar í ágúst 2017. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bikarmeistarar ÍBV í knattspyrnu karla drógust í dag gegn Einherja frá Vopnafirði í 3. umferð Mjólkurbikars karla og þá verða tveir innbyrðis leikir liða úr Pepsi-deild karla í umferðinni sem verður að mestu leikin 1. maí.

Tuttugu lið úr neðri deildunum komust í gegnum tvær fyrstu umferðirnar og því voru 32 lið í pottinum í dag. Ljóst er að í það minnsta eitt lið úr 2. deild kemst í 16-liða úrslitin því Kári frá Akranesi og Höttur frá Egilsstöðum drógust saman.

Íslandsmeistarar Vals fá Keflavík í heimsókn og í Garðabæ verður líka úrvalsdeildarslagur þegar Stjarnan tekur á móti Fylki.

Þessi lið drógust saman, deildir liðanna eru innan sviga:

ÍBV (Ú) - Einherji (3)
Þór (1) eða Dalvík (3) - HK (1)
Njarðvík (1) - Þróttur R. (1)
Leiknir R. (1) - Breiðablik (Ú)
Afturelding (2) - KR (Ú)
Magni (1) - Fjölnir (Ú)
Selfoss (1) - ÍA (1)
Hamar (4) - Víkingur Ó. (1)
Völsungur (2) eða Tindastóll (2) - Fram (1)
ÍR (1) eða Augnablik (3) - FH (Ú)
Víðir (2) - Grindavík (Ú)
Haukar (1) - KA (Ú)
Reynir S. (4) - Víkingur R. (Ú)
Kári (2) - Höttur (2)
Stjarnan (Ú) - Fylkir (Ú)
Valur (Ú) - Keflavík (Ú)

Bikardráttur KSÍ - 3. umferð karla opna loka
kl. 12:22 Textalýsing Og þar með liggja allir sextán leikirnir fyrir. Flestir fara fram 1. maí en niðurröðum liggur fyrir fljótlega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert