Bryndís Lára komin aftur til Þórs/KA

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir markmaður sigri hrósandi eftir að Þór/KA varð …
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir markmaður sigri hrósandi eftir að Þór/KA varð Íslandsmeistari síðastliðið haust. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur gengið frá félagaskiptum til Íslandsmeistara Þórs/KA í knattspyrnu á ný, en hún varði mark liðsins síðastliðið sumar. Ekki var vitað hvort hún myndi spila fótbolta í sumar.

Bryndís gaf það út síðastliðið haust að hún myndi taka sér pásu frá fótbolta um óákveðinn tíma og sagðist ætla að reyna fyrir sér í frjálsum íþróttum. Hún skipti yfir í Val í vetur og var búin að koma við sögu með liðinu á undirbúningstímabilinu nú í vor, en hefur nú skipt aftur yfir í Þór/KA.

Eftir brotthvarf Bryndísar í haust samdi Þór/KA við Helenu Jónsdóttur og átti hún að verja mark liðsins í sumar. Hún slasaðist hins vegar á hné í leik gegn Stjörnunni í úrslitum Lengjubikarsins í gær og hætta er á að meiðsli hennar séu alvarleg. Varamarkvörðurinn Sara Mjöll Jó­hanns­dótt­ir kom í markið í leiknum og varði tvær vítaspyrnur þar sem Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert