Markvörður meistaranna úr leik?

Helena Jónsdóttir markvörður Þórs/KA slasaðist í úrslitaleik Lengjubikarsins í gærkvöld.
Helena Jónsdóttir markvörður Þórs/KA slasaðist í úrslitaleik Lengjubikarsins í gærkvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Helena Jónsdóttir, markvörður Íslandsmeistaraliðs Þórs/KA í knattspyrnu, slasaðist á hné á upphafsmínútum úrslitaleiks Lengjubikarsins gegn Stjörnunni á Akureyri í gærkvöld.

Ekki var hægt að staðfesta eðli meiðslanna í gærkvöld en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talin hætta á að krossband hafi slitnað. Helena kom á ný til liðs við Þór/KA í vetur eftir að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir ákvað að taka sér frí frá fótbolta á þessu keppnistímabili.

Þór/KA fagnaði sigri í vítaspyrnukeppni þar sem Sara Mjöll Jó­hanns­dóttir varamarkvörður Akureyrarliðsins varði tvær vítaspyrnur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert