Danskur markvörður í Víking

Logi Ólafsson er kominn með markvörð fyrir fyrsta leik.
Logi Ólafsson er kominn með markvörð fyrir fyrsta leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingar hafa fengið til liðs við sig danskan markvörð, Aris Vaporakis, sem mun að óbreyttu verja mark þeirra í fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu gegn Fylki á laugardaginn en hann er væntanlegur til landsins í kvöld.

Vaporakis er 23 ára gamall og kemur sem lánsmaður frá úrvalsdeildarliðinu Helsingör og verður í röðum Víkinga út þetta tímabil. Hann hefur leikið með U20 og U19 ára landsliðum Danmerkur og hefur verið í röðum Helsingör frá 2015 en var áður hjá Kaupmannahafnarliðunum AB og FC Köbenhavn.

Vaporakis hefur leikið fimm leiki með Helsingör í úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og spilaði 14 leiki samtals í 1. deildinni næstu tvö tímabil þar á undan.

Víkingar hafa verið í miklum hremmingum með markverði sína eins og fram kom á mbl.is í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert