Atli með þrennu í þægilegum sigri FH

Atli Guðnason skoraði þrjú fyrir FH í dag.
Atli Guðnason skoraði þrjú fyrir FH í dag. mbl.is/Golli

Sex leikir hófust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla í knattspyrnu klukkan 16 og er fimm þeirra lokið. Framlenging stendur yfir á Húsavík þar sem Völsungur tekur á móti Fram.

FH vann 5:0-útisigur á 1. deildarliði ÍR. Atli Guðnason skoraði þrennu og þeir Atli Viðar Björnsson og Brandur Olsen hvor sitt.

Svipað var uppi á teningnum á Leiknisvelli þar sem úrvalsdeildarlið Breiðabliks vann 3:1-sigur á 1. deildarliði Leiknis. Hrvoje Tokic skoraði bæði mörk Blika áður en Aron Daníelsson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lokin. Jonathan Hendrickx innsiglaði svo sigur Blika í uppbótartíma.

Hamar, sem leikur í 4. deildinni, virtist ætla koma heldur betur á óvænt gegn 1. deildarliði Víkings Ó. og komst í tveggja marka forystu snemma leiks með mörkum Samuels Andrew Malson.

Heimamenn gerðu þó tvö sjálfsmörk ásamt því að Kwame Quee, Emmanuel Eli Keke og Bjartur Bjarmi Barkarson skoruðu fyrir gestina til að tryggja sigur Ólafsvíkinga. Dimitrije Pobulic klóraði í bakkann fyrir heimamenn á Grýluvelli undir lokin en lokatölur urðu 5:3, Víkingi Ó. í vil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert