Fjölnir lagði Magna á Akureyri

Hans Viktor Guðmundsson og Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með ...
Hans Viktor Guðmundsson og Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnismenn eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu eftir 3:1-útisigur á Magna í Boganum á Akureyri.

Magnamenn, sem eru nýliðar í 1. deildinni, tóku forystuna eftir rúman hálftíma þegar Bergvin Jóhannesson skoraði en þeir gerðu svo sjálfsmark snemma í síðari hálfleik sem jafnaði metin fyrir úrvalsdeildarliðið.

Valmir Berisha, sem gekk til liðs við Fjölni frá Noregi á dögunum, kom þeim yfir á 74. mínútu áður en Birnir Snær Ingason innsiglaði sigurinn með marki undir lok venjulegs leiktíma.

mbl.is