KR ekki í vandræðum eftir basl í byrjun

KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmasson í baráttunni …
KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmasson í baráttunni á Varmárvelli í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson

Fjórir leikir í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu hófust klukkan 14 en þremur þeirra er nú lokið og yfir stendur framlenging í Akraneshöllinni þar sem Kári og Höttur etja kappi.

Úrvalsdeildarlið KR lenti óvænt undir strax á fyrstu mínútu gegn 2. deildarliði Aftureldingar en KR-ingar voru þó fljótir að afstýra stórslysi og unnu að lokum sannfærandi 7:1-sigur.

Andri Freyr Jónasson skoraði mark heimamanna áður en Kennie Chopart, Gunnar Þór Gunnarsson, Aron Bjarki Jósepsson, Pablo Punyed, Björgvin Stefánsson og André Bjerregard (tvö) skoruðu mörk KR.

Úrvalsdeildarlið KA lenti í smá basli er það heimsótti 1. deildarlið Hauka á Ásvöllum. Elfar Árni Aðalsteinsson hafði komið KA-mönnum yfir í fyrri hálfleik en Daði Snær Ingason jafnaði metin afar verðskuldað fyrir Hauka sem mættu grimmir til leiks eftir hlé. Fyrirliði KA, Guðmann Þórisson, sá þó til þess að úrvalsdeildarliðið fór áfram með marki sínu eftir hornspyrnu. Lokatölur 2:1-fyrir KA.

Þór vann svo 3:2-sigur á HK í Boganum í fjörugum leik. Heimamenn virtust ætla vinna sannfærandi er Guðni Sigþórsson, Ármann Pétur Ævarsson og Álvaro Montejo komu þeim í þriggja marka forystu en mörk frá Arian Morina og Bjarna Gunnarssyni á lokakafla leiksins blés smá spennu í einvígið. Þórsarar héldu þó út og eru komnir áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert