Sjö marka framlenging á Skaganum

Jón Vilhelm Ákason í leik með ÍA.
Jón Vilhelm Ákason í leik með ÍA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári sló út Hött í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 5:2-sigri í framlengdum leik en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma.

Leikið var í Akraneshöllinni en bæði lið spila í 2. deildinni. Ekkert mark var skorað á fyrstu 90 mínútum leiksins en eftir það hófst hreinlega markaregn.

Jón Vilhelm Ákason kom Káramönnum yfir strax á annarri mínútu framlengingarinnar áður en Sæbjörn Guðlaugsson jafnaði metin þremur mínútum síðar.

Þá tók við svakaleg syrpa heimamanna sem skoruðu þrjú mörk á þremur mínútum en þau Jón Vilhelm bætti við einu og Ragnar Már Lárusson skoraði tvö.

Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir gestina áður en Alexander Már Þorláksson innsiglaði góðan sigur Kára í ótrúlegri framlengingu. Skagamenn eru því komnir með tvö lið í 16-liða úrslitin en ÍA vann 4:1-sigur á Selfossi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert