Víkingar í smá basli með 4. deildarliðið

Vladimir Tufegdzic skoraði fyrra mark Víkinga..
Vladimir Tufegdzic skoraði fyrra mark Víkinga.. Ljósmynd/Víkurfréttir

Víkingur Reykjavík er kominn í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu en liðið hafði betur gegn 4. deildarliði Reynis Sandgerði 2:0 í Sandgerði í dag.

Vladimir Tufegdzic kom Víkingum yfir á 7. mínútu og í uppbótartíma tryggði varamaðurinn Örvar Eggertsson Víkingum farseðilinn í 16-liða úrslitin gegn baráttuglöðum leikmönnum Reynis.

mbl.is