Þrír frá Íran til Vestmannaeyja

Shahab Zahedi í leik ÍBV gegn Breiðabliki á dögunum. Hann …
Shahab Zahedi í leik ÍBV gegn Breiðabliki á dögunum. Hann hefur nú fengið þrjá landa sína til Eyja. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír ungir knattspyrnumenn frá Íran hafa  gengið til liðs við Eyjamenn síðustu daga og feta í fótspor landa síns Shahab Zahedi sem hefur gert það gott með liði ÍBV frá því hann kom til Vestmannaeyja síðasta sumar.

Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara ÍBV, eru leikmennirnir ekki á leið inn í aðalliðshóp ÍBV heldur verða þeir lánaðir til hins Eyjaliðsins, KFS, sem leikur í 4. deild. Kristján sagði að þetta væri þáttur í samstarfsverkefni sem tekið hefði verið upp í fyrra og hefði byrjað með því að Zahedi kom til ÍBV.

Leikmennirnir heita Ehsan Sarbazi, Iman Sarbazi og Parsa Zamanian og eru á aldrinum 21 til 23 ára gamlir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert