Fylkir lagði KA í baráttuleik

Emil Ásmundsson fagnar marki sínu í Egilshöllinni í dag.
Emil Ásmundsson fagnar marki sínu í Egilshöllinni í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson

Fylkismenn unnu góðan sigur á KA-mönnum í Egilshöllinni í kvöld 2:1 í annarri umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Fylkismenn byrjuðu leikinn betur og voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir sóttu með þá Albert Brynjar Ingason og Jonathan Glenn í fremstu línu. KA-menn náðu ekki að skapa sér mörg færi í fyrri hálfleiknum. Fylkir komst yfir með laglegu skoti Emil Ásmundssonar snemma leiks. Skömmu fyrir hálfleik bætti Jonathan Glenn öðru marki við eftir glæsilega skyndisókn.

Snemma í seinni hálfleik gerðu KA-menn áhlaup á Fylki og tókst að minnka muninn á 51. mínútu. En nær komust þeir ekki. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum og í uppbótatíma lágu KA-menn þungt á Fylkismönnum og fengu nokkrar hornspyrnur í röð en Fylkismenn stóðu af sér þann storm og unnu að lokum 2:1.

Fylkir 2:1 KA opna loka
90. mín. 6 mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert