Vilhjálmur dæmir í undanúrslitum

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun á morgun dæma viðureign Ítalíu og Belgíu í undanúrslitum Evrópumóts U17 ára landsliða karla, en mótið fer fram á Englandi.

Þetta verður fjórði leikurinn sem Vilhjálmur Alvar dæmir á mótinu, en hann var einnig á meðal dómara í viðureignum Írlands og Belgíu, Englands og Ítalíu og leik Hollands gegn Serbíu.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast England og Holland.

mbl.is