Fylkir með 7 stig eftir sigur á ÍBV

Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki, og Felix Örn Friðriksson, ÍBV, í …
Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki, og Felix Örn Friðriksson, ÍBV, í baráttunni í Egilshöllinni í kvöld.

Nýliðar Fylkis eru með 7 stig eftir fjóra leiki eftir 2:1 sigur á ÍBV í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld. Eyjamenn eru án sigurs með 1 stig. 

Fylkismenn voru mun betri í fyrri hálfleik. Þeir fengu óskabyrjun þegar Jonathan Glenn skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu. Markvörðurinn Derby Carrillo kom út fyrir teiginn og ætlaði að hreinsa frá. Ekki tókst betur til en svo að hann skaut í Glenn. Þaðan hrökk boltinn til Ragnars Braga sem lék áfram og renndi fyrir markið þar sem Glenn skoraði í opið markið. 

Fylkismönnum tókst ekki að gera sér frekari mat úr ágætri spilamennsku í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik sóttu Eyjamenn í sig veðrið. Smám saman urðu sóknarlotur þeirra þyngri og þeir virtust líklegir til að jafna. En Fylkismenn fengu skyndisókn á 89. mínútu og varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson skoraði með skoti í hægri hornið. Hákon hefur þá skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 

Þar með voru úrslitin nánast ráðin en varnarmaðurinn Sigurður Arnar Magnússon minnkaði muninn af stuttu færi í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Kaj Leó. 

Úr leiknum í Egilshöll í kvöld.
Úr leiknum í Egilshöll í kvöld. mbl.is/​Hari
Fylkir 2:1 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið Fylkismenn fagna 2:1 sigri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert