Kári og Leiknir á sigurbraut

Káramenn lögðu Gróttu að velli í kvöld.
Káramenn lögðu Gróttu að velli í kvöld. Ljósmynd/Sigurður Arnar Sigurðsson

Kári frá Akranesi og Leiknir frá Fáskrúðsfirði unnu leiki sína í kvöld þegar fyrstu leikirnir í annarri umferð 2. deildar karla í knattspyrnu fóru fram, báðir innandyra.

Kári tók á móti Gróttu í Akraneshöllinni og nýliðarnir höfðu betur, 1:0, með marki sem Eggert Kári Karlsson skoraði á 58. mínútu. Skagaliðið missti Andra Júlíusson af velli með rautt spjald undir lok leiksins.

Kári, sem vann 3. deildina í fyrra, er því með 6 stig eftir þrjá leiki og hefur rétt sig af eftir skell gegn Fjarðabyggð í fyrstu umferðinni. Grótta, sem féll úr 1. deildinni síðasta haust, tapaði öðrum leiknum í röð og er með 3 stig.

Í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði vann Leiknir sigur á Hugin í slag Austfjarðaliðanna, 2:0. Povilas Krasnovskis og Almar Daði Jónsson skoruðu mörkin sem komu bæði seint í fyrri hálfleiknum.

Leiknir, sem féll úr 1. deildinni í haust, vann þar með sinn fyrsta leik og er nú með 4 stig. Huginsmenn byrja tímabilið illa og hafa nú tapað öllum þremur leikjum sínum.

mbl.is