KR bætir umgjörðina á heimaleikjum

Dion Acoff og Pálmi Rafn Pálmason í baráttu um boltann …
Dion Acoff og Pálmi Rafn Pálmason í baráttu um boltann í viðeign liðanna á KR-vellinum í fyrra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

KR-ingar leika sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en þá taka þeir á móti toppliði Breiðabliks.

Í fréttatilkynningu frá KR-ingum ætla þeir að efla umgjörðina fyrir heimaleiki liðsins í sumar og meðal nýjunga sem þeir bjóða upp á er matartorg þar sem boðið verður upp á fjölbreyttar veitingar og drykki.

Þá er unnið að því að bæta umgjörðina fyrir fjölskyldufólk hvað varðar afþreyingu og svæði þar sem börn á öllum aldri geti unað sér á meðan á leik stendur. 

Þá benda KR-ingar að hægt er að kaupa miða leiki KR á vefsíðunni www.kr.is/midasala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert