Ísland stendur í stað á FIFA-listanum

Ísland er í 22. sæti á FIFA-listanum.
Ísland er í 22. sæti á FIFA-listanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Ísland er í 22. sæti á listanum en litlar sem engar breytingar eru á honum á milli mánaða. Af Evrópuþjóðum er Ísland í 14. sæti. Danmörk er efst Norðurlandaþjóðanna en Danir eru í 12. sætinu og Svíar eru í 23. sæti. Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerbäck, halda áfram að fikra sig upp listann en þeir fara upp um eitt sæti og eru í 48. sæti.

Argentína, sem verður fyrsti mótherji Íslands á HM í sumar, er í 5. sæti, Króatía er í 18. sæti og Nígería er í 47. sæti.

Efstu þjóðirnar á styrkleikalista FIFA:

1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Belgía
4. Portúgal
5. Argentína
6. Sviss
7. Frakkland
8. Spánn
9. Síle
10. Pólland
11. Perú
12. Danmörk
13. England
14. Túnis
15. Mexíkó
16. Kólumbía
17. Úrúgvæ
18. Króatía
19. Holland
20. Ítalía
21. Wales
22. Ísland
23. Svíþjóð
24. Bandaríkin
25. Kostaríka

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is