Þriðja markið afgreiddi leikinn

Srdjan Tufegdzic hvetur sína menn áfram í kvöld.
Srdjan Tufegdzic hvetur sína menn áfram í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og alveg eins og við lögðum upp með. Við vorum nálægt þeim og gáfum þeim ekki tíma á boltanum. Með örlítið meiri gæðum værum við yfir í hálfleik," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, eftir 3:1-tap á móti FH í 4. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 

Staðan í hálfleik var markalaus en FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur. 

„Enn og aftur vorum við upp og niður og við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik og lentum 2:0 undir eftir tvö stór mistök. Þá erum við byrjaðir að elta en við náðum að minnka muninn og þá litum við vel út en þriðja markið afgreiddi leikinn," sagði hann að lokum. 

mbl.is