Tvö mörk hafa gefið ÍA sex stig

Skagakonur fagna sigurmarkinu gegn Haukum í fyrstu umferðinni. Þær unnu …
Skagakonur fagna sigurmarkinu gegn Haukum í fyrstu umferðinni. Þær unnu aftur í kvöld. Ljósmynd/Sigurður Arnar Sigurðsson

Skagakonur fara vel af stað í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, en eftir sigur á ÍR í Akraneshöllinni í kvöld eru þær komnar með sex stig þrátt fyrir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

ÍA vann Hauka 1:0 á útivelli í fyrstu umferðinni og sömu úrslit urðu á Akranesi í kvöld, þar sem Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði sigurmarkið í byrjun síðari hálfleiks.

ÍR hefur hinsvegar tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni og ekki náð að skora mark.

ÍA er með sex stig eins og Keflavík og Fylkir sem hafa líka unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert