„Ekki í fyrsta sinn sem við gefum mark“

Almarr Ormarsson á Extra-vellinum í kvöld.
Almarr Ormarsson á Extra-vellinum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli, það er alveg klárt mál,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fjölnis, eftir 1:1-jafntefli gegn KR á Extra-vellinum í 5. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

„En eins og fyrri hálfleikurinn spilaðist þá erum við heppnir að taka stig. Við hefðum getað lent 4:0-undir en eru smá heppnir og förum inn í hálfleik með forystu. Í síðari hálfleik erum við svo að spila vel en gerum klaufaleg mistök og gefum mark.“

KR-ingar uppskáru vítaspyrnu eftir klaufaleg mistök Mario Tadejevic, ekki í fyrsta sinn í sumar hjá Fjölnismönnum.

„Algjörlega og þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gefum mark í sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga, við eigum enn eftir að halda hreinu. Þá er erfiðara að safna stigum.“

„Við höfum spilað vel í sumar og skorað í öllum leikjunum okkar og nú þurfum við að halda hreinu líka, þá koma stigin. Ef við höldum svona áfram þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Almarr að endingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert