Markalaust hjá ÍBV og FH

Frá leiknum í Eyjum í dag.
Frá leiknum í Eyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn og FH-ingar gerðu 0:0 jafntefli í 5. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Bæði lið virtust virða stigið á endanum en FH-ingar sóttu mun meira, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. 

Jónatan Ingi Jónsson slapp í gegnum vörn ÍBV í fyrri hálfleik en Felix Örn Friðriksson bjargaði á marklínu eftir skot Jónatans. Kaj Leo í Bartalsstovu var flottur í liði ÍBV og var þeirra hættulegasti maður.

Halldór Páll Geirsson kom inn í mark Eyjamanna sem héldu hreinu í fyrsta skipti á tímabilin. FH-ingar eru nú með 10 stig en Eyjamenn með tvö.

ÍBV 0:0 FH opna loka
90. mín. Leik lokið Stórmeistarajafntefli í EYjum, bæði lið virða stigið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert