Furðuleg meiðsli Martínez í upphitun

Cristian Martinez.
Cristian Martinez. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spænski markmaðurinn Cristian Martínez átti að byrja í markinu hjá KA á móti Keflavík í 5. umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr leikmannahópnum á síðustu stundu þar sem hann fékk boltann í höfuðið frá samherja.

Daníel Hafsteinsson, samherji Martínez, skallaði boltann í höfuðið á Spánverjanum sem fékk aðhlynningu hjá sjúkrateymi KA, áður en ákveðið var að hann myndi ekki spila leikinn. 

Í hans stað fór Aron Elí Gíslason í markið í sínum fyrsta leik í meistaraflokki. Aron Elí er fæddur árið 1998 og varð tvítugur í síðasta mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert