Markalaust á Akureyri

Aron Elí Gíslason var óvænt í byrjunarliði KA og lék …
Aron Elí Gíslason var óvænt í byrjunarliði KA og lék þar með fyrsta leikinn í meistaraflokki. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA og Keflavík mættust á Akureyrarvelli í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leiknum lauk með 0:0 jafntefli. Fyrir leikinn voru KA-menn með fjögur stig en gestirnir úr Keflavík höfðu aðeins eitt stig.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Akureyrarvöllur ekki komið vel undan vetri. Vallaraðstæður voru mjög slæmar og bar leikurinn merki þess. Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og var afar lítið um færi.

Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri, afar lítið um færi og mikið um tæklingar. Hvorugt liðið náði að koma boltanum í markið og lokatölur því 0:0.

Þetta er í fyrsta skipti sem Keflvíkingar halda hreinu og þeirra fyrsta stig síðan í fyrstu umferð. Þeir eru því með 2 stig eftir 5 umferðir. Heimamenn í KA eru hins vegar með 5 stig.

Adam Árni Róbertsson Keflvíkingur og KA-maðurinn Hjörvar Sigurgeirsson berjast um …
Adam Árni Róbertsson Keflvíkingur og KA-maðurinn Hjörvar Sigurgeirsson berjast um boltann í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Frans Elvarsson Keflvíkingur og Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA.
Frans Elvarsson Keflvíkingur og Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, og Keflvíkingurinn Sindri Þór Guðmundsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, og Keflvíkingurinn Sindri Þór Guðmundsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
KA 0:0 Keflavík opna loka
90. mín. Einar Orri Einarsson (Keflavík) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert