Þrjú lið frá sex félögum komust áfram

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis er komið í 16-liða …
Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis er komið í 16-liða úrslit bikarsins. Ljósmynd/Facebook-síða FHL

Þrjú lið frá samtals sex félögum tryggðu sér í kvöld síðustu þrjú sætin í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann 2:0 sigur gegn Einherja á Vopnafirði í baráttu tveggja austanliða úr 2. deildinni. Jóhanna Lind Stefánsdóttir og Ashley Batista skoruðu mörkin í síðari hálfleik.

Fjölnir lagði Hauka 3:0 í slag 1. deildarliða í Egilshöllinni. Nadía Atladóttir skoraði í fyrri hálfleik og Aníta Björk Bóasdóttir bætti við tveimur mörkum í þeim síðari.

Afturelding/Fram, sem leikur í 1. deild, burstaði 2. deildarlið Hvíta riddarans 12:0 í grannaslag á Varmárvelli í Mosfellsbæ.

Áður höfðu Fylkir, ÍR og Keflavík tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum, þar sem liðin tíu úr Pepsi-deild kvenna mæta til leiks. Dregið verður til þeirra í hádeginu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert