Hægir og ekki í návígin táknar vesen

Gunnleifur Gunnleifsson fékk blómvönd frá Breiðabliki fyrir að spila 115 …
Gunnleifur Gunnleifsson fékk blómvönd frá Breiðabliki fyrir að spila 115 leiki fyrir félagið án þess að missa úr leik. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er búinn að spila svo lengi og sérstaklega síðustu árin, er það svo að það skiptir engu máli hvað liðin heita, það eru allir leikir erfiðir,“ sagði Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðbliks, sem varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Víkingum í Kópavoginum í kvöld þegar leikið var í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla.

„Víkingar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og við sluppum inn í hálfleik með 0:0 en í seinni hálfleik vorum við töluvert betri en ég bjóst ekki við að við myndum mæta í leikinn, eins og við gerðum. Víkingar er gott lið með góða leikmenn og þeir áttu svör við öllu okkar, við vorum hægir og ekki að fara í návígin af fullum krafti og þá lendir maður í veseni. Víkingar sköpuðu sér svo ekkert mikið af færum en við settum í næsta gír í seinni hálfleik og það er jákvætt. Þótt við séum fúlir yfir að vinna ekki þennan leik þá er bara að undirbúa sig fyrir næsta leik, sem er gegn Íslandsmeisturunum á Valsvellinum og þar ætlum við að vinna,“ bætti fyrirliðinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert