Sannfærandi fyrsti sigur Stjörnunnar

Ævar Ingi Jóhannesson og Baldur Sigurðsson fagna marki þess síðarnefnda …
Ævar Ingi Jóhannesson og Baldur Sigurðsson fagna marki þess síðarnefnda sem innsiglaði sigur Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Eggert

Stjarnan vann öruggan 3:0-sigur á Fylki í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Stjörnumenn voru sterkari aðilinn allan leikinn og hefði mörkin getað orðið enn fleiri. 

Stjörnumenn voru mikið mun sterkari í fyrri hálfleiknum og var 2:0-forysta þeirra í leikhléi verðskulduð. Aron Snær Friðriksson, markmaður Fylkis, var stærsta ástæða þess að munurinn var ekki meiri, en hann varði oft og mörgum sinnum vel.

Hann kom hins vegar engum vörnum við á 13. mínútu er Guðjón Baldvinsson skoraði með hnitmiðuðu skoti innan teigs. Átta mínútum síðar skoraði Hilmar Árni Halldórsson sjöunda markið sitt í deildinni á leiktíðinni er hann skaut boltanum í sama horn og Guðjón eftir hræðileg mistök Ara Leifssonar í vörn Fylkis.

Í stöðunni 0:0 fékk Jonathan Glenn algjört dauðafæri eftir mistök Haralds Björnssonar í marki Stjörnunnar en hann skaut yfir er markið var opið. Það reyndist eina alvöru færi Fylkis í fyrri hálfleiknum.

Seinni hálfleikur var mjög rólegur og var lítið um færi. Stjörnumenn reyndu lítið að bæta við á meðan sóknartilþrif Fylkismanna voru dauf. Þriðja mark Stjörnunnar kom hins vegar á 82. mínútu. Þá fylgdi Baldur Sigurðsson eftir og skoraði eftir að Aron Snær hélt ekki boltanum eftir skot Ævars Inga Jóhannessonar.

Stjörnumaðurinn Heiðar Ægisson í baráttu við Ásgeir Börk Ásgeirsson, fyrirliða …
Stjörnumaðurinn Heiðar Ægisson í baráttu við Ásgeir Börk Ásgeirsson, fyrirliða Fylkis, í leiknum í Garðabæ í kvöld. Davíð Þór Ásbjörnsson fylgist með rimmu þeirra. mbl.is/Eggert
Stjarnan 3:0 Fylkir opna loka
90. mín. Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert