Sýna frá HM á risaskjá á Akureyri

Settur verður upp risaskjár neðst í Gilinu.
Settur verður upp risaskjár neðst í Gilinu.

Sýnt verður frá leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á risaskjá neðst í Gilinu á Akureyri í sumar. Það er Vikudagur  sem greinir frá þessu, en þar segir að settur verður upp 15 fermetra risaskjár neðst í gilinu, rétt eins og þegar Akureyrarvaka er. Þar geta Akureyringar safnast saman og horft á leiki Íslands.

„Á leikdögum verður mikil stemming og atriði bæði á undan leik, í hálfleik og eftir leik. Þetta er því nokkurra klukkustunda veisla í hvert skipti sem sent verður beint frá Rússlandi á risaskjánum í gilinu,“ segir í tilkynningu sem Vikudagur birti í dag.

Þegar hefur verið greint frá því að sýnt verði frá HM á risaskjám á tveimur stöðum í Reykjavík; í Hljómskálagarðinum og á Ingólfstorfi.

mbl.is