Breiðablik gefur ekkert eftir

Sóley Guðmundsdóttir lætur Selmu Sól Magnúsdóttur finna fyrir sér í …
Sóley Guðmundsdóttir lætur Selmu Sól Magnúsdóttur finna fyrir sér í leiknum í Kópavogi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á ÍBV í fjórðu umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var afar jafn og spennandi allan leikinn og skiptust liðin á að eiga sínar rispur.

Hellirigning gerði leikmönnum erfitt fyrir í fyrri hálfleik en að honum loknum voru Blikar 1:0 yfir. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þá með skoti úr teignum eftir að fyrirgjöf Selmu Sólar Magnúsdóttur hafði verið varin út í teiginn.

Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik þar sem bæði lið fengu sín færi samhliða betri aðstæðum er sólin fór að skína. Eyjakonur reyndu hvað þær gátu að setja mark sitt á leikinn og lokamínúturnar voru spennandi, en Blikar héldu vel sínu skipulagi og sigldu sigrinum heim. Lokatölur 1:0.

Breiðablik er því með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir líkt og Þór/KA en ÍBV er með sex stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Breiðablik 1:0 ÍBV opna loka
90. mín. Samantha Lofton (Breiðablik) fær hornspyrnu Og það verða að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert