„Slakasti leikurinn á tímabilinu“

Stefán Teitur Þórðarson fagnar marki sínu í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson fagnar marki sínu í kvöld. Ljósmynd/Sigurður Elvar

„Ég hefði frekar viljað fá þrjú stig í stað þess að skora sjálfur. Við vorum ekki nógu góðir í þessum leik og þetta var slakasti leikurinn hjá okkur á tímabilinu,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson en hann skoraði fyrra mark ÍA í 2-2 jafnteflinu gegn Njarðvík í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld.

„Sjálfstraustið er að koma hjá mér og það er gott að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana og ef mér tekst að skora þá er það bara bónus. Í seinni hálfleik lentum við í því að fá pressu á okkur í 20 mínútur, þeir fá víti, og jafna síðan undir lokin.

Þetta var alls ekki nógu gott hjá okkur sem liðsheild. Við vorum ekki nógu þéttir og því fór sem fór. Það eru 18 leikir eftir og það er nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Stefán Teitur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert