Magnað fagn eftir sigurmarkið!

Álvaro Montejo stekkur í fang Óðins Svans, formanns knattspyrnudeildar Þórs.
Álvaro Montejo stekkur í fang Óðins Svans, formanns knattspyrnudeildar Þórs. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sigur Þórsara á Fram í Inkassodeild karla á Akureyri í dag, 3:2 eftir mikla dramatík, var þeim afar mikilvægur. Innilegur fögnuður eftir að Álvaro Montejo gerði sigurmark Akureyrarliðsins í uppbótartíma sagði meira en mörg orð. Eftir sigurinn eru Framarar, Víkingar úr Ólafsvík og Þórsarar jafnir með sjö stig, þremur á eftir toppliðunum.

Eftir að Álvaro Montejo skoraði sigurmark Þórs í uppbótartíma hljóp hann út fyrir hliðarlínu og stökk í fang Óðins Svans Óðinssonar, formanns knattspyrnudeildar, og féllu þeir með tilþrifum niður á malbikaðan göngustíg. Aðrir komu aðvífandi og fögnuðu með þeim. Engan sakaði þó eftir því sem næst verður komist!

Sjón er sögu ríkari.

Montjeo og Óðinn Svan skollnir á malbikið og eftir svipnum …
Montjeo og Óðinn Svan skollnir á malbikið og eftir svipnum á markaskoraranum að dæma var lendingin ekki þægileg! mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Jónas Björgvin Sigurbergsson fagnar með tvímenningunum.
Jónas Björgvin Sigurbergsson fagnar með tvímenningunum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert