Þurfti að vera sterk á æfingum með strákunum

Eva Lind Elíasdóttir reyndist Hafnfirðingum erfiður ljár í þúfu.
Eva Lind Elíasdóttir reyndist Hafnfirðingum erfiður ljár í þúfu. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Eva Lind Elíasdóttir, leikmaður Selfoss, er sá leikmaður sem Morgunblaðið hefur ákveðið að taka fyrir að lokinni 4. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu, en hún lék mjög vel í 4:1 sigri liðsins á FH, skoraði tvö fyrstu mörk Selfyssinga í leiknum og lagði upp það þriðja.

Eva Lind fékk 2 M fyrir frammistöðu sína, en þessi öflugi kantmaður er uppalinn í Þorlákshöfn.

„Ég og allt liðið erum sátt með frammistöðu okkar í þessum fyrstu leikjum sumarsins. Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur og leikur liðsins hefur batnað eftir því sem hefur liðið á. Við höfum verið dugleg að fara yfir þá hluti sem hafa misfarist og reynt að læra af þeim og ég veit að þjálfarinn okkar, Alfreð Elías, er mjög ánægður með liðið,“ sagði Eva í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Við erum með marga leikmenn sem eru ekki vanir að spila saman, þar með talin ég sjálf. Það var erfitt að koma inn í þetta í byrjun og vera ekki búin að kynnast öllu liðinu nægilega vel. Við höfum hins vegar eytt miklum tíma í að leika á æfingum, til þess að fá tilfinninguna fyrir hver annarri, og mér finnst það hafa skilað sér í síðustu leikjum.“

Sjá viðtal við Evu Lind í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er birt úrvalslið 4. umferðar  Pepsi-deildar kvenna, ásamt stöðunni í M-gjöf blaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert