Meistararnir á toppinn

Ariana Calderon með boltann í dag. Selma Dögg Björgvinsdóttir sækir …
Ariana Calderon með boltann í dag. Selma Dögg Björgvinsdóttir sækir að henni. mbl.is/Árni Sæberg

Sameiginlegt lið Þórs/KA fór með 4:1-sigur af hólmi í baráttuleik við FH í dag í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kaplakrika.

Það var Stephany Mayor sem opnaði markareikning Akureyringa með föstu skoti af vítateigsboganum, stórkostlegt mark, 1:0. Leikurinn var frekar jafn fram að markamínútunni og bæði lið voru að skapa sér færi, og það var gott flæði á boltanum. En annað mark Þór/KA kom eftir horn á 43. mínútu frá Andreu Mist, og þá var það Arna Sif Ásgrímsdóttir sem skoraði með föstum skalla, enda fáir sem geta ýtt við henni í vítateigum þessa lands, 2:0.

Gestirnir komu út eftir hlé og sprengdu upp FH vörnina ítrekað, og staðan var orðin 4:0 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þriðja markið kom á 50. mínútur eftir sendingu úr vörn Þór/KA og Stephany Mayor spændi upp vinstri kantinn, þræddi sig inn fyrir öftustu varnarmenn FH og skoraði svo framhjá Anítu í markinu. Fjórða og síðasta mark gestanna kom á 55. mínútu og þá var það Andrea Mist sem skoraði eftir að hún vann boltann aftarlega á miðjunni, spændi af stað, og endaði með því að ýta boltanum yfir línuna eftir stutt samspil við Söndru Maríu Jessen. 

Hafnfirðingar gerðu svo þrjár breytingar á liði sínu þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiktímanum og náðu í framhaldinu að malda í móinn með skallamarki frá Marjani, sem kom eftir hornspyrnu Guðnýjar Árnadóttur.

Fleiri urðu mörkin ekki í þessum leik og það er ljóst að ríkjandi Íslandsmeistarar eru nú komnar á toppinn aftur.

FH 1:4 Þór/KA opna loka
90. mín. Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið Lúmsk aukaspyrna af kantinum sem Aníta þarf að henda sér í til að bjarga marki. Vel gert.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert