Fjölnir með tak á Víkingum

Valmir Berisha með boltann í leiknum í Fossvogi í dag.
Valmir Berisha með boltann í leiknum í Fossvogi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnismenn höfðu góð tök á Víkingsvellinum í dag þegar leikið var í 6. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni því á meðan Víkingur fékk að hamast á miðjum vellinum upp að vítateig, skoraði Fjölnir tvö mörk. Undir lokin minnkaði Víkingur muninn en of seint og 1:2 lokatölur úr Fossvoginum.

Leikmenn voru enn að fóta sig á blautum vellinum þegar Þórir Guðjónsson skoraði með skalla á 7. mínútu eftir undirbúning Birnis Snæs Ingasonar. Það þurfti meira til að slá Víkinga útaf laginu og sóknir þeirra voru þungar en skiluðu litlu, helst skalla Nikolaj Hansen í slána á 14. mínútu.

Grafarvogsbúar virtust viðbúnir að heimamenn kæmu framar og Almarr Ormarsson nýtti sér það þegar hann lék á vörn Víkinga og skoraði annað mark Fjölnis á 25. mínútu. Þórir fékk færi á að bæta þriðja markinu við á 32. mínútu þegar Andreas Larsen markvörður Víkinga braut á Almarri en Andreas varði vítið alveg út við stöng.

Ekki batnaði það fyrir Víkinga þegar Sölvi Geir Ottesen varnarjaxl Víkinga fór meiddur af velli og í upphafi síðari hálfleiks Halldór Smári Sigurðsson, hinn turninn. Þegar leið á leikinn náðu Grafarvogsbúar betri tökum á leiknum og sóknir þyngdust. Engu að síður minnkaði Alex Freyr Hilmarsson muninn í eitt mark á 86. mínútu með skalla af stuttu færi, 1:2, og Víkingar væntanlega gert sér grein fyrir að þetta var hægt.  

Með sigrinum vippaði Fjölnir sér í fjórða sæti deildarinnar með 9 stig en halda 9. sætinu með 6 stig en þetta gæti breyst síðar í dag þegar úrslit úr leikjunum í kvöld liggja fyrir.

Víkingur R. 1:2 Fjölnir opna loka
90. mín. Bjarni Páll Runólfsson (Víkingur R.) á skot framhjá Mikil þvaga og skotið gott en rétt yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert