Fimmti sigur Blika í röð

Berglind Björg Þorvaldsdóttir í færi í kvöld. Hrafnhildur Agnarsdóttir, markmaður …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í færi í kvöld. Hrafnhildur Agnarsdóttir, markmaður og Ingunn Haraldsdóttir eru til varnar. mbl.is/Arnþór

Breiðablik vann sinn fimmta leik í röð í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þegar liðið heimsótti KR í kvöld. Blikar pressuðu mikið og fengu fullt af færum en náðu þrátt fyrir það aldrei að gera endanlega út um leikinn fyrr en í lokin og uppskáru þá 2:0 sigur.

Blikar pressuðu stíft í fyrri hálfleik og áttu alls 13 skot að marki fyrir hlé. Hrafnhildur Agnarsdóttir í marki KR var Blikum erfið, en hún varði þá til að mynda tvívegis úr dauðafærum. Hún kom hins vegar engum vörnum við á 20. mínútu þegar kom aukaspyrna inn í teiginn, boltinn var lagður fyrir fætur Öglu Maríu Albertsdóttur sem þrumaði í netið. Staðan 1:0 í hálfleik.

Blikar voru áfram með meiri pressu eftir hlé en illa gekk þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins. Þar af leiðandi var KR-liðið alltaf inni í leiknum þrátt fyrir að sóknarþungi heimakvenna væri minni.

Það var svo á 84. mínútu sem Blikar náðu að innsigla sigurinn þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Lokatölur 2:0 fyrir gestina úr Kópavoginum.

Blikar eru með fullt hús stiga eftir fimm umferðir líkt og Þór/KA en KR er með þrjú stig. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

KR 0:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Áslaug Munda tekin niður að því er virtist í vítateignum. Bríet er ekki á sama máli og Breiðablik fær aukaspyrnu á vítateigslínunni vinstra megin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert