Valur tekur á móti Blikum í bikarnum

Daninn Patrick Pedersen og Gísli Eyjólfsson í baráttu um boltann.
Daninn Patrick Pedersen og Gísli Eyjólfsson í baráttu um boltann. mbl.is/Árni Sæberg

Nú rétt í þessu var dregið til átta liða úrslitanna í Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu en drátturinn fór fram á Stöð 2 sport.

Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Íslandsmeistara Vals og Breiðabliks en liðin áttust við í Pepsi-deildinni á sunnudaginn þar sem Valsmenn höfðu betur 2:1.

Drátturinn varð þessi:

Þór Akureyri - Stjarnan

Valur - Breiðablik

Víkingur Reykjavík - Víkingur Ólafsvík

ÍA - FH

Leikirnir verða spilaðir um miðjan júlí.

mbl.is