Frederik Schram byrjar í marki í dag

Frederik Schram fær tækifæri í markinu.
Frederik Schram fær tækifæri í markinu. AFP

Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Norðmönnum er klárt og vekur það helst athygli að Frederik Schram fær tækifæri í markinu. 

Lítið kemur á óvart í varnarlínunni, Birkir Már Sævarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru á sínum stað. Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson eru kantmenn og þeir Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason eru á miðjunni. 

Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson mynda tveggja manna sóknarlínu. Mbl.is er á Laugardalsvelli og gerir leiknum góð skil.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2018/06/02/island_noregur_kl_20_bein_lysing/

Byrjunarlið Íslands:

Frederik Schram (M)

Birkir Már Sævarsson

Hörður Björgvin Magnússon

Ragnar Sigurðsson

Kári Árnason

Jóhann Berg Guðmundsson

Emil Hallfreðsson

Birkir Bjarnason

Rúrik Gíslason

Alfreð Finnbogason

Jón Daði Böðvarsson

mbl.is

Bloggað um fréttina