Afturelding aftur í toppsætið

Andri Már Hermannsson og félagar komust á toppinn í dag.
Andri Már Hermannsson og félagar komust á toppinn í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Afturelding skellti sér aftur á topp 2. deildar karla í fótbolta með 3:1-sigri á Huginn á útivelli í dag. Huginn var með 1:0-forystu í hálfleik en Afturelding snéri leiknum sér í vil í hálfleik.

Nedo Eres kom Huginn yfir á 17. mínútu en á 47. mínútu fékk Bergsteinn Magnússon beint rautt spjald í liði Hugins. Afturelding nýtti sér liðsmuninn því Jason Daði Svanþórsson jafnaði á 57. mínútu áður en Hafliði Sigurðarson og Andri Freyr Jónasson bættu við mörkum og tryggðu Aftureldingu sigur.

Kári er í 3. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu, eftir 3:2-heimasigur á Leikni F. í dag. Dagur Ingi Valsson kom Leikni yfir á 5. mínútu en Ragnar Már Lárusson jafnaði á 44. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.

Páll Sindri Einarsson kom Kára yfir á 51. mínútu og Gylfi Brynjar Stefánsson kom Kára í 3:1 á 86. mínútu. Povilas Krasnovskis minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komst Leiknir ekki.

Staðan:
1. Afturelding 16
2. Þróttur V. 15
3. Kári 15
4. Völsungur 13
5. Grótta 10
6. Fjarðabyggð 10
7. Vestri 5
8. Víðir 5
9. Leiknir F. 4
10. Höttur 3
11. Tindastóll 3
12. Huginn 0

mbl.is