Sögulegt glæsimark Lennons

Steven Lennon.
Steven Lennon. mbl.is/Árni Sæberg

Markið glæsilega sem Steven Lennon skoraði gegn KR þegar hann jafnaði 1:1 fyrir FH rétt áðan í viðureign liðanna á Alvogen-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu er tímamótamark.

Með því er Lennon orðinn markahæsti leikmaður af erlendu bergi brotinn í efstu deild karla hérlendis frá upphafi. Þetta var 54. mark Skotans í deildinni en Sinisa Kekic skoraði 53 mörk og Mihajlo Bibercic 52.

Lennon hefur skorað 41 af þessum mörkum fyrir FH og hann er orðinn fimmti markahæsti leikmaður inn í sögu Hafnarfjarðarliðsins í efstu deild. Fyrstu 13 mörkin skoraði hann fyrir Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert