Annað sæti eftir sigur á Grikkjum

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði seinna mark Íslands gegn Grikklandi.
Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði seinna mark Íslands gegn Grikklandi. mbl.is/Hari

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri hafnaði í öðru sæti í millriðili Evrópukeppninnar sem lauk í Póllandi í dag, eftir sigur á Grikklandi, 2:0.

Markalaust var fram í miðjan síðari hálfleik en þá skoruðu Hlín Eiríksdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir með fimm mínútna millibili og tryggðu íslenskan sigur.

Noregur vann Pólland, 1:0, og hafnaði í efsta sæti riðilsins með 9 stig. Norska liðið fer þar með í átta liða úrslitakeppni um Evrópumeistaratitilinn í sumar. Ísland fékk 6 stig, Pólland 3 en Grikkland tapaði öllum sínum leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert