Fjórir efstir og jafnir í einkunnagjöfinni

Stjörnumenn fagna einu af mörkum sínum gegn Fjölni í síðustu …
Stjörnumenn fagna einu af mörkum sínum gegn Fjölni í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórir leikmenn eru efstir og jafnir í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, í Pepsi-deild karla, en áttunda umferð deildarinnar var leikin um helgina. Guðjón Baldvinsson, framherji úr Stjörnunni, var einn af fjórum leikmönnum sem fengu 2 M fyrir frammistöðu sína í umferðinni og er nú með 7 M samtals.

Arnþór Ingi Kristinsson úr Víkingi og Eiður Aron Sigurbjörnsson úr Val fengu eitt M hvor og eru líka með sjö samtals. Þessir þrír náðu þar með færeyska landsliðsmanninum Kaj Leo i Bartalsstovu úr ÍBV, sem hafði fengið eitt M í hverjum einasta leik í fyrstu sjö umferðunum.

Auk Guðjóns voru það félagi hans Þorsteinn Már Ragnarsson úr Stjörnunni, danski framherjinn Nicolaj Hansen úr Víkingi og miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson úr Val sem fengu 2 M fyrir frammistöðu sína.

Upp­gjör með liði um­ferðar­inn­ar og stöðunni í M-gjöf­inni eft­ir 8. um­ferð Pepsi-deild­ar­inn­ar má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »