„Frábært að vera með örlögin í okkar höndum“

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk íslenska liðsins gegn Slóveníu …
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk íslenska liðsins gegn Slóveníu í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik þegar Ísland sigraði Slóveníu 2-0 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Glódís, sem spilaði nær óaðfinnanlega í hjarta varnarinnar, kórónaði leik sinn með tveimur mörkum sem gerðu gæfumuninn fyrir íslenska liðið.

Í viðtali við Morgunblaðið eftir leik sagði Glódís að þær hefðu vitað að það væri þolinmæðisverk að brjóta niður varnarmúr slóvenska liðsins: „Við vissum að þetta gæti tekið tíma. Þetta er flott lið sem við mættum hérna í dag [í gær] og við getum ekki tekið neitt af þeim. Þær mættu hérna skipulagðar með gott upplegg og náðu bara að loka á okkur og við vorum svolítið lengi að ná að brjóta þær.“

Glódís var ánægð með það hvernig liðið leysti fjarveru Söru Bjarkar og Dagnýjar sem hafa verið lykilmenn í íslenska landsliðinu í mörg ár. „Mér fannst stelpurnar sem komu inn í liðið standa sig gríðarlega vel. Auðvitað saknar maður frábærra leikmanna eins og Sara Björk er og Dagný auðvitað líka. En við erum komnar með breiðari hóp og náum að leysa þetta vel og það er jákvætt fyrir íslenska knattspyrnu og landsliðið.“

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert