Íslandsmeistararnir styrktu stöðuna

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Haukur Páll Sigurðsson eigast við í …
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Haukur Páll Sigurðsson eigast við í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Valur styrkti stöðu sín á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta með 1:0-sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. 

Liðin voru frekar jöfn í fyrri hálfleik þar sem var lítið um færi. Sigurður Grétar Benonýsson fékk það besta er hann skallaði yfir af stuttu færi eftir sendingu Felix Arnars Friðrikssonar. Valsmenn fengu ágætis færi, en það reyndi lítið á Halldór Pál Geirsson í marki Eyjamanna. 

Um tíu mínútum fyrir hálfleik meiddist Rasmus Christiansen í liði Vals og þurfti að fara af velli, illa meiddur. Nokkuð ljóst er að um slæmt fótbrot er að ræða og hann verður lengi frá. Eftir það gerðist sárafátt í leiknum, þar sem leikmenn beggja liða virtust vera í hálfgerðu losti.

Það tók Valsmenn hins vegar aðeins sex mínútur að skora fyrsta markið í síðari hálfleik. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði þá með hnitmiðuðu skoti í hornið í góðu færi eftir sprett hjá Andra Adolphssyni.  

Eftir markið róaðist leikurinn töluvert en þrátt fyrir ágæta pressu Eyjamanna í blálokin héldu Valsmenn út. 

ÍBV 0:1 Valur opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert