Þór og Víkingur með góða sigra

Ejub og lærisveinar hans meðan góðan sigur í kvöld.
Ejub og lærisveinar hans meðan góðan sigur í kvöld. ValgardurGislason,Valgarður Gíslason

Þór Akureyri og Víkingur Ólafsvík unnu í kvöld góða sigra í Inkasso-deild karla í knattspyrnu. Með sigrunum tryggðu liðin stöðu sína í efri helmingi deildarinnar. 

Þór vann Magna í Grenivík með tveimur mörkum gegn einu. Magni komst yfir á 76 mínútu með marki Bergvins Jóhanssonar. Magni fékk stuttu seinna rautt spjald sem átti eftir að reynast þeim dýrkeypt því á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins tókst Þór að snúa leiknum sér í vil. Á 85 mínútu jafnaði Ívar Sigurbjörnsson áður en Ignacio Gil Echevarria tryggði sigurinn á 87 mínútu.

Víkingar Ó. unnu Leiknir R. sannfærandi 3:0 á splunkunýjum Ólafsvíkurvelli. Alexander Helgi Sigurðarson kom Víkingum yfir á 50. mínútu eftir að hafa fylgt eftir skoti Pape Mamadou Faye. Staðan var 1:0 þangað til á 90 mínútu þegar Kwame Quee og Emmanuel Eli Keke bættu við tveimur mörkum í lokin. 

Eftir leikina er Þór í 3 sæti deildarinnar með 14 stig. Víkingur Ólafsvík er sæti fyrir neðan með 13 stig. Magni er aftur á móti neðstir í deildinni ásamt ÍR með 3 stig á meðan Leiknir R. er litlu ofar í 10 sæti með 6 stig. 

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 1 1 3
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 1 0 0
L M Stig
1 Portúgal 2 4 4
2 Íran 1 1 3
3 Spánn 1 3 1
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 1 2 3
2 Danmörk 1 1 3
3 Ástralía 1 1 0
4 Perú 1 0 0
L M Stig
1 Króatía 1 2 3
2 Ísland 1 1 1
3 Argentína 1 1 1
4 Nígeria 1 0 0
L M Stig
1 Serbía 1 1 3
2 Sviss 1 1 1
3 Brasilía 1 1 1
4 Kostaríka 1 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla