Jónatan Ingi frábær í öruggum sigri FH

Hjörtur Logi Valgarðsson með boltann í kvöld. Atli Hrafn Andrason ...
Hjörtur Logi Valgarðsson með boltann í kvöld. Atli Hrafn Andrason sækir að honum. mbl.is/Valli

FH vann öruggan sigur á Víkingi R. í leik liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar karla í Kaplakrika í kvöld.

FH komst yfir eftir stundarfjórðungsleik með marki úr vítaspyrnu. Svo virðist sem dómarinn hafi dæmt á brot í teignum eftir hornspyrnu sem FH átti. Úr vítinu skoraði Steven Lennon af miklu öryggi. FH tók yfir leikinn meira og meira eftir markið. Á 23. mínútu bættu FH-ingar við öðru markinu eftir laglega skyndisókn. Var það Jónatan Ingi sem fékk stungusendingu, sneri af sér varnarmanninn og lagði boltann fallega í nærhornið.

FH-ingar tóku meira og meira yfir leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn.

Seinni hálfleikur var meira af því sama hjá báðum liðum. FH-ingar héldu boltanum betur og þótt Víkingar hafi átt ágæta spilkafla inn á milli, þá tókst þeim illa að skapa sér alvöru færi. Miðverðir FH áttu góðan leik og helstu tilraunir Víkinga voru föst leikatriði og fyrirgjafir.

Jónatan Ingi, sem var sprækastur af nokkrum sprækum í sóknarlínu FH-inga innsiglaði svo titilinn sem maður leiksins með gullfallegu marki á sjötugustu mínútu. Fékk hann þá boltann á vallarhelmingi Víkinga, hristi af sér mann, skar inn á vinstri fótinn og skoraði með þrumuskoti í fjærstöngina og inn.

Fleiri urðu mörkin ekki og 3:0 sigur FH staðreynd.

FH 3:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 3:0 sigri FH.
mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Þýskaland 2 2 3
3 Svíþjóð 2 2 3
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 England 2 8 6
2 Belgía 2 8 6
3 Túnis 2 3 0
4 Panama 2 1 0
L M Stig
1 Japan 2 4 4
2 Senegal 2 4 4
3 Kólumbía 2 4 3
4 Pólland 2 1 0
Sjá alla riðla